Tuesday, April 8, 2014

I LOVE COLOR LOVER PRIMER FROM FRAMESI

Ég er búin að skrifa áður um Color Lover primerinn frá Framesi hérna á blogginu. Þar lofsöng ég hann og ég ætla að lofsyngja hann meira! Þessi primer VÁ VÁ VÁ!!
Stelpur og strákar! ÞETTA ER ALGERT MUST HAVE!



Mig langar að segja ykkur frá minni reynslu af primernum.
Fyrst þegar ég prufaði hann þá var ég í klippingu og klippikonan mín, Elín spreyjaði primernum í hárið á mér, ég spurði hvað þetta væri því það var svo góð og mild lykt af honum. Hún sagði að þetta væri primer og að hann væri klárlega málið og fór svo að telja upp fyrir mér það sem var svona gott við hann. Ég ákvað að kaupa mér hann og ég var klárlega ekki svikin! Síðan fór ég til Elínar í dag og hún litahreinsaði á mér hárið, þegar hún var búin að þurrka hárið eftir þvottinn þá var það án gríns eins og fax á hesti! Hrokkið, gróft, þurrt og ógeðslegt! Eftir að ég byrjaði að nota primerinn fyrir nokkrum mánuðum þá hefur hárið mitt verið frekar heilbrigt, en litahreinsunin þurrkaði það svolítið upp, Elín var nú ekki lengi að kippa því í lag og skellti góðri næringu í hárið, þurrkaði það eftir fjólubláu litunina, síðan smellti hún primernum í hárið og klippti mig. Síðan þá er ég ekki búin að stoppa að fikta í hárinu á mér, það er svo mjúkt og lyktin er svo góð.
En ég meina það, þetta efni!, ekki skrýtið að það sé svona vinsælt! Allavega, nú er ég búin að vera að nota efnið í meira en þrjá mánuði og ég get sagt, þetta virkar! Ef þú ert með úfið, hrokkið, flókið eða rafmagnað hár þá ætti primerinn að hjálpa þér.

Primerinn kemur úr línu sem heitir Color Lover, þið getið skoðað allt um línuna hér.
  • Primerinn er til dæmis glúteinfrír
  • 100% vegan
  • Inniheldur engin paraben efni
  • Hjálpar öðrum efnum að virka betur
  • Léttur
  • Hann byggir ekki ofan á sig
  • Styrkir hárið
  • Losar flækjur
  • Úfi og rafmagn í hárinu hverfur
  • Hreyfing kemst í hárið
  • Hárið verður silkimjúkt og glansandi
Það er mjög auðvelt að nota primerinn, þú einfaldlega spreyjar honum í hárið á þér þegar það er blautt og þurrkar það svo eða lætur það þorna að sjálfum sér, sjáðu svo útkomuna :) Helstu kostirnir við vörurnar frá Framesi eru að þær virka og þær kosta ekki handlegg. 

Hár og Smink stofan í Kópavogi selur Framesi vörurnar, starfsfólkið þar er yndislegt og tekur vel á móti ykkur.

Ég vil líka minna ykkur á að leikurinn minn á facebook er í fullum gangi, ég dreg út föstudaginn 11.apríl. Smelliði like-i á like-síðuna mína, deiliði myndinni af primernum og þá eruði komin í pottinn.

XX Guðrún





No comments:

Post a Comment