Friday, March 7, 2014

UPPÁHALDS HÁRVÖRURNAR MÍNAR


Ég hef mjög oft fengið fyrirspurnir um hárið á mér. Sérstaklega þegar ég átti ekki sléttujárn en var alltaf með slétt hár.. Ég er samt náttúrulega með "púffí liðað hár" Hárið mitt er alls ekki slétt náttúrulega! Ég hef alltaf notað bleika After Party frá Bed Head eftir sturtu og málið dautt!


Þetta eru mínar uppáhalds hárvörur sem ég nota bæði dagsdaglega og nokkrar af og til. Ég keypti mér um daginn I.D. Hair Force- Instantly straightner frá Framesi. Þetta er vökvi sem þú getur spreyjað í hárið á þér eða sett í lófan á þér og borið í hárið. Þetta er hrein snilld! Ég hafði fyrst ekki mikla trú á þessu því þetta kostaði einhverjar 3000 kr á hárgreiðslustofu, en ég kýldi á það og ég elska þessa vöru.
Color Love primer er líka frá Framesi. Ég elska elska elska primera eins og ég er búin að nefna áður, og ég varð að eignast primer í hárið! God já hann vikar á allt! Þegar ég er með blautt hárið þá set ég fyrst primerinn og svo einhvað annað á eftir. Það er auðvelt að greiða í gegnum hárið, hárið er ekki eins úfið og rafmagnað, hann hjálpar líka til við að endurbyggja ónýtt hár, það kemur miklu meiri hreifingu í hárið og maður sér silkimjúku áferðina á hárinu þegar það er orðið þurrt. Must have!
Kókosolíuna nota ég sem djúpnæringu ekki oftar en einu sinni í viku. Ég set hana bæði í hreint og skítugt hárið.
Maxxed-Out- Massive Hold Hairspray er uppáhalds hárspreyið mitt, það virkar og það virkar og það virkar! Það er líka ótrúlega góð lykt af því :)
Síðan er það auðvitað uppáhaldið mitt af öllu og það er After Party frá Bed Head. Gefur fallegan gljáa í hárið, það verður silkimjúkt, það sléttir líka úr hárinu :)

Þetta eru mínar uppáhalds vörur, ég myndi segja að þær væru allar must have.

Ég vil líka benda ykkur á að þið getið keypt Framesi vörurnar á Hár og Smink, Hlíðasmára 17, Kópavogi. Dömurnar þar eru algjörir snillingar og hjálpa ykkur klárlega að finna það sem ykkur vantar fyrir hárið ykkar, sjampó, næringu.. bara you name it! Þetta er facebook síðan þeirra ef þið viljið skoða meira um þessa frábæru stofu!

Ég fer svo bráðum að setja inn skemmtilegar förðunarmyndir :)

xx Guðrún


No comments:

Post a Comment